MTR, endurnýjun á þakdúk, verðkönnun

Málsnúmer 1901094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29.01.2019

Lagt fram minnisblað deildastjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. GJ smiðir ehf, Trésmíði ehf, L7 ehf, Berg ehf, BB byggingar ehf, Betra þak ehf og Ferningar ehf.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12.03.2019

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í verkið MTR, endurnýjun á þakdúk, verðkönnun.

Eftirfarandi tilboð bárust :

Ferningar ehf kr. 14.585.680
L7 ehf kr. 9.627.380
BB Byggingar ehf kr. 8.976.250

Kostnaðaráætlun nemur kr.9.083.500

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði BB Byggingar ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.