Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 22 Siglufirði

Málsnúmer 1812003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 05.12.2018

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags.3. desember 2018. Elín Þorsteinsdóttir, fyrir hönd lóðarhafa Hverfisgötu 22, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á þremur hæðum skv. meðfylgjandi teikningum.
Vísað til umsagnar
Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11.02.2019

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi sem grenndarkynnt var nágrönnum Hverfisgötu 22 með athugaemdafresti til 21. janúar 2019. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
Í ljósi athugasemda og við nánari skoðun, óskar nefndin eftir fullnægjandi kynningargögnum sbr. 5.9.7.gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og mun í framhaldi af því endurtaka grenndarkynninguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26.02.2020

Lagt fram erindi Rosalind Page, dagsett 20.janúar 2020 þar sem hún skilar inn áður úthlutaðri lóð að Hverfisgötu 22.
Nefndin þakkar erindið og fellur lóðarúthlutun úr gildi.