Strákanámskeið fyrir 4.-7. bekk

Málsnúmer 1811090

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 03.12.2018

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Margrét Guðmundsdóttir skólaráðgjafi og Sigurlaug Ragna Guðnadóttir grunnskólakennari sátu undir þessum lið.

Á fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir fjármagni til að halda strákanámskeiðið Öflugir strákar þann 7. janúar nk. fyrir drengi í 4.-7. bekk og fyrirlestur fyrir foreldra sama dag. Bjarni Fritzson kennir námskeiðið. Upp komu ýmsar hugmyndir í tengslum við þá þörf sem er fyrir strákanámskeið. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að skoða útfærslur á þeim hugmyndum sem komu upp á fundinum og leggja fyrir fund fræðslu- og frístundanefndar í febrúar.