Umferðarmál við Lækjargötu og Norðurgötu

Málsnúmer 1811058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 05.12.2018

Við Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á Siglufirði er bílum lagt beggja megin götunnar. Samkvæmt umferðarlögum skal leggja hægra megin í einstefnugötur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Engar merkingar eru í Lækjargötu sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin götunnar eins og hefð hefur verið fyrir í gegnum tíðina. Við Norðurgötu eru sömuleiðis engar merkingar sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin í götunni.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir að leyfa bifreiðastöður vestan megin við Lækjargötu og Norðurgötu og felur tæknideild að láta setja upp viðeigandi skilti.