Hvatningarorð og auglýsingar

Málsnúmer 1811052

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22.11.2018

Segull frá Landlæknisembættinu hefur verið borinn í hús í Fjallabyggð. Á seglinum er hvatning um að velja hollt. Seglarnir liggja frammi í upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar ef einhver heimili hafa ekki fengið segul.

Landlæknir gaf út veggspjald sem heitir 5 leiðir að vellíðan. Stýrihópurinn leggur til að veggspjaldið verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og í Tunnunni með hvatningarorðum til íbúa frá Heilsueflandi samfélagi.

Stýrihópur áætlar að koma sama veggspjaldi upp í skólum sveitarfélagsins og víðar ásamt veggspjaldi með sama efni og er á heimsendum segli.

Einnig var rætt um ýmsar aðrar leiðir til að koma hvatningarorðum og fróðleik til íbúa.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18.12.2019

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags áformar að senda íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í Fjallabyggð nýárskveðju með hvatningarorðum um heilsueflingu á nýju ári. Þá vill stýrihópurinn vekja athygli á bæklingi sem finna má á vef Embættis landlæknis og hefur að geyma ráðleggingar fyrir vinnustaði um heilsueflingu starfsfólks.
Stýrihópurinn hvetur stofnanir Fjallabyggðar til að sýna gott fordæmi og huga að heilsueflingu sinna starfsmanna.