Óskir útgerðaraðila og fiskverkenda í Ólafsfirði varðandi meðferð byggðarkvóta.

Málsnúmer 1811023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Lagt fram undirritað erindi fiskverkanda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 er varðar óskir um meðferð úthlutaðs byggðakvóta til byggðarlagsins.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn fiskverkenda í Ólafsfirði á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20.11.2018

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar fyrir hönd fiskverkenda Hallsteinn Guðmundsson og fyrir hönd sjómanna Ríkharð Lúðvíksson.
Farið var yfir tillögur fiskverkenda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, vegna byggðarkvóta fyrir árið 2018/2019.

Málið verður áfram til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Á 582. fundi bæjarráðs þann 20. nóvember sl. frestaði bæjarráð málinu og fól bæjarstjóra að leita upplýsinga hjá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi óskir útgerðaraðila og fiskverkenda í Ólafsfirði í samræmi við umræður á fundi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem lögð verður fram tillaga Fjallabyggðar til ráðuneytisins að sérstökum skilyrðum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.