SEEDS og Fjallabyggð - mögulegt samstarf 2019

Málsnúmer 1811010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Lagt fram erindi Lara Roje verkefnastjóra SEEDS, íslenskra sjálfboðaliðasamtaka, dags. 02.11.2018 varðandi hugsanlegt samstarf en SEEDS tekur á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Verkefnin eru alla jafna tvær vikur með 6 - 16 sjálfboðaliðum í hverju verkefni. Samstarfsaðili þ.e. Fjallabyggð mundi þá útvega sjálfboðaliðum fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan á verkefninu stendur.

Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfi að þessu sinni.