Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2018

Málsnúmer 1811003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lagt fram til kynningar erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 31. október 2018 þar sem fram kemur að Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta og þriðja sinn föstudaginn 16. nóvember nk.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að kynningu á þessum degi og vilja hvetja sem flesta til þess að fagna honum með sínum hætti og hafa þá íslenskuna í sérstöku öndvegi. Mælst er til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins. Í ár verður opnuð ný upplýsingaveita á umræddum degi þegar Nýyrðabankinn fer í loftið. Unnið hefur verið að því verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en markmið þess er að hvetja til aukinnar nýyrðasmíðar og skapandi notkunar tungumálsins.
Nýyrðabankinn verður opinn á slóðinni www.nvvrdi.arnastofnun.is og getur hver sem er sent þangað inn tillögur að nýjum orðum.