Beiðni um heimild að setja rafmagnstengil á ljósastaur fyrir jólakvöld í Ólafsfirði

Málsnúmer 1810118

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar fh. áhugafólks um jólakvöld í Ólafsfirði dags. 28.10.2018 þar sem óskað er eftir heimild Fjallabyggðar til að setja rafmagnstengil á ljósastaur sem stendur við Strandgötu í Ólafsfirði. Nýta á tengilinn fyrir LED lýsingu á jólaskreytingar í tengslum við jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar sem haldið verður föstudagskvöldið 7. desember nk.. Leyfi frá Rarik liggur fyrir.

Bæjarráð samþykkir að veita leyfi til að setja rafmagnstengil á umræddan ljósastaur í Strandgötu.