SNOW 2019. Umsókn um styrk vegna ofanflóðaráðstefnu á Siglufirði dagana 3. -5. apríl 2019

Málsnúmer 1810078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23.10.2018

Lagt fram erindi Verkfræðingafélags Íslands dags. 17.10.2018 þar sem fram kemur að félagið stendur fyrir alþjóðlegri ofanflóðaráðstefnu á Siglufirði dagana 3-5. apríl 2019. Félagið óskar eftir því að Fjallabyggð styrki ráðstefnuna í formi móttöku sem færi fram 2. apríl 2019.

Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála frekari úrvinnslu málsins og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.02.2019 varðandi kostnað við mótttöku sveitarfélagsins 2. apríl nk. í tengslum við SNOW 2019, alþjóðlega ofanflóðaráðstefnu sem VÍF stendur fyrir og haldin verður á Siglufirði dagana 3-5 apríl nk. Áætlaður kostnaður við mótttöku er kr. 369.040.

Bæjarráð samþykkir kostnað, kr. 369.040 við mótttöku vegna alþjóðlegrar Ofanflóðaráðstefnu VÍF, SNOW 2019. Kostnaður verður færður á deild 21510, lykill 4230 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.