Lýðheilsuvísar 2018 - Norðurland

Málsnúmer 1809065

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27.09.2018

Stýrihópurinn skoðaði lýðheilsuvísa 2018 fyrir Norðurland.
Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvisa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið.
Athygli vekur að samkvæmt lýðheilsuvísi er virkur ferðamáti almennt meiri á Norðurlandi en á landsvísu en hins vegar upplifa hlutfallslega fleiri íbúar Norðurlands líkamlega- og andlega heilsu sína sæmilega eða lélega.