Alheimshreinsunardagurinn 15.09.2018

Málsnúmer 1809019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.08.2018, varðandi Alheimshreinsunardaginn sem fram fer þann 15. september 2018. Sveitarfélagið er hvatt til þess að koma fyrir gámum eða stórum sekkjum á ákveðnum stöðum þennan dag, ef veður leyfir og auðvelda þar með íbúum að hreinsa til og flokka rusl. Einnig er sveitarfélagið beðið um að kynna daginn og hvetja íbúa til dáða. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun plasts á landi og í sjó en talið er að um milljón sjófuglar og 100 þúsund sjávarspendýr og skjaldbökur drepist árlega vegna þess að þau festast í plasti eða éta plastefni.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.