Umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024

Málsnúmer 1809017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu dags. 30. ágúst 2018 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlunasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla verður lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Alls verður 120 milljónum króna veitt til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2018.