Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar v. Íslandsmóts

Málsnúmer 1809005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Lagt fram erindi frá Blakfélag Fjallabyggðar, dags. 03.09.2018, þar sem félagið sækir um styrk í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar 13. og 14. október vegna úthlutunar túrneringu á Íslandsmóti neðri deildar fullorðinna tímabilið 2018-2019. Fjöldi liða sem munu spila í 2. deild karla, 3. deild karla og 3. deild kvenna verða 26 og reikna má með 250 keppendum í Fjallabyggð þessa helgi.

Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar styrk að upphæð kr. 680.000 í formi afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar sem er vísað í viðauka nr. 12/2018.