Tilkynning um fasteignamat 2019

Málsnúmer 1808082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11.09.2018

Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2019, er varðar endurmat á fasteignamati allra fasteingna. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember nk. sbr. 32. gr. a laga, nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.
Nýtt fasteignamat endurspeglar gangverð fasteigna miðað við síðastlitinn febrúarmánuð. Í Fjallabyggð hækkar fasteignamat um 14,6% og lóðarmat um 12,1%. Frekari gögn og upplýsingar um fasteignamat 2019 er að finna á vef Þjóðskrár.

Bæjarráð samþykkri að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2019.