Starfsemi Neon 2018-2019

Málsnúmer 1808075

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 30.08.2018

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfsáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn. Áætlað er að starfið hefjist 21. september og því ljúki 3. maí. Auglýst hefur verið eftir leiðbeinendum. Tveir starfsmenn frá fyrra starfsári hafa sýnt áhuga á áframhaldandi starfi. Starfið verður tvö kvöld í viku, eitt í hvorum byggðarkjarna. Sama húsnæði verður nýtt undir starfsemina og undanfarin ár.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 04.03.2019

Undir þessum lið sat Halldóra María Elíasdóttir umsjónarmaður Neons. Hún fór yfir starfið í Neon í vetur ásamt því sem á döfinni er fram á vor.
Fram kom í máli Halldóru að vel hafi gengið í félagsmiðstöðinni í vetur. Góð mæting er meðal unglinga. Framundan er Góðgerðavika 11.-15. mars og ferð á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés 22.-23. mars.