Athugasemd vegna umferðaröryggis við gatnamót Ólafsvegar og Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Lögð fram ábending íbúa sem barst í gegnum ábendingahnapp heimasíðu Fjallabyggðar þann 12. ágúst 2018. Óskað er eftir því að settur verði upp spegill á horni Ólafsvegar og Aðalgötu að vestan (við brú). Blint er fyrir runnum sem standa við gangstétt þegar ekið er frá Ólafsvegi inn á Aðalgötu og þarf að keyra langt inn á götu til að sjá umferð austan frá.
Sumarið 2015 var sett upp stöðvunarskylda til að auka umferðaröryggi á umræddum gatnamótum. Ef setja á upp spegil við gatnamótin þyrfti að breyta þeim aftur í biðskyldu þar sem spegill myndi hvetja til þess að stöðvunarskylda yrði ekki virt. Nefndin þakkar framlagða ábendingu og felur tæknideild að vinna að betra umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.