Flokkunartunnur í Fjallabyggð

Málsnúmer 1808024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Lögð fram tillaga Gunnlaugar Helgu Ásgeirsdóttur dagsett 4. ágúst 2018, þess efnis að sorptunnur í miðbæ Fjallabyggðar verði flokkunartunnur. Einnig að sett verði tunna fyrir flöskur og dósir við tjaldsvæðið á Ólafsfirði.
Tæknideild falið að skoða kostnað við uppsetningu flokkunartunna og falið að kaupa tunnur og setja upp ef fjárhagur leyfir. Að öðrum kosti að gera tillögu inn í fjárhagsáætlun fyrir 2019.