Breyting á samþykkt gatnagerðargjalds Fjallabyggðar

Málsnúmer 1806093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lögð fram uppfærð drög að breytingu á Samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. júní sl. Ásamt þegar samþykktri bókun bæjarráðs vegna tímabundinni niðurfellingar á gatnagerðargjöldum við þegar uppbyggðar götur.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að auglýsa samþykktina í Lögbirtingarblaðinu.

Á 562. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 26. júní 2018 var eftirfarandi bókað:
„Gatnagerðargjöld lóða sem standa við fullgerðargötur skulu niður falla en tengigjöld verða greidd af lóðarhafa“.
Í 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð segir um sérstaka lækkunarheimild gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006, að hana megi viðhafa við : „ sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbyggingu, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.“
Í samræmi við þetta samþykkir bæjarráð að beita tímabundið ákvæði 8. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur í júní 2018.

Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í bæjarráði.