Upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga fyrir ungmenni í efstu bekkjum grunnskóla

Málsnúmer 1806088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lögð fram fyrirspurn frá Umboðsmanni barna varðandi upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga í efstu bekkjum grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna dags. 01.11.2018 er varðar fund um atvinnuþátttöku barna í samstarfi við Vinnueftirlitið sem haldinn verður 08.11.2018 frá klukkan 14:30 - 17:15 á Hótel Natura, Þingsal 2.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna, dags. 07.02.2019 er varðar skýrslu um niðurstöðu könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.