Hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina

Málsnúmer 1806084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lögð fram fyrirspurn Arkhd arkitektum varðandi það hvort sveitarfélagið hyggist byggja íbúðir á næstunni. Jafnframt lýsir fyrirtækið sig tilbúið til þess að koma að slíku verkefni.

Sveitarfélagið hefur það ekki á stefnuskránni að byggja íbúðir á eigin kostnað á næstunni og vísar fyrirtækinu á einkaaðila í sveitarfélaginu.