Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku

Málsnúmer 1805100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 561. fundur - 19.06.2018

Tvær umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku en umsóknarfresturinn rann út þann 11.júní sl.

Umsækjendur eru :
Sunna Eir Haraldsdóttir
Birna Björnsdóttir

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Birna Björnsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Sunna Eir Haraldsdóttir umsækjandi um starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku óskar í tölvupósti, dags. 25. júní, eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Lagt fram minnisblað með rökstuðningi frá deildarstjóra félagsmáladeildar og bæjarstjóra vegna ráðningar í starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir rökstuðninginn og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að svara erindi Sunnu.