Gömul íþróttaáhöld úr grunnskólanum.

Málsnúmer 1805070

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

Búið er að endurnýja íþróttaáhöld í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu Siglufirði. Þau íþróttaáhöld sem verið er að afleggja eru að miklu leyti frá miðri síðustu öld. Til að byrja með fara þau á sýningu í Pálshúsi. Að lokinni þeirri sýningu verða þau sett í geymslu þar til framtíðarstaður finnst fyrir áhöldin.