Samstarfssamningur Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.

Málsnúmer 1805064

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.

Skólastjóri kynnti fundarmönnum samstarfssamning grunnskólans og menntaskólans. Í samningnum er kveðið á um með hvaða hætti samstarf skólanna er um þá áfanga menntaskólans sem nemendur grunnskólans sækja. Bæði er um að ræða áfanga sem nemendur taka sem valáfanga í grunnskólanum og þá áfanga sem nemendur grunnskólans taka í framhaldi af loknum hæfniviðmiðum grunnskólans í einstaka námsgreinum. Mjög brýnt er að verklag og hlutverk hvorrar stofnunar séu skýr. Nefndin leggur til að samningur verði endurskoðaður að ári m.t.t. reynslu næsta skólaárs.