Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1805038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Í kjölfar úttektar deildarstjóra og forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar á húsnæðismálum héraðsskjalasafnsins fól bæjarráð þeim að leggja fyrir ráðið tillögu að framtíðarfyrirkomulagi safnsins.

Lögð fram tillaga deildarstjóra og forstöðumanns.

Bæjarráð lítur tillöguna jákvæðum augum og vísar henni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kostnaðarmeta tillöguna.