Athugasemd vegna hólmans í Langeyrartjörn

Málsnúmer 1805027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Lögð fram athugasemd íbúa vegna flagga sem búið er að koma fyrir í hólmanum í Langeyrartjörn sem talin eru til þess að fæla burt álftir frá varpi.
Erindi svarað
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Bæjaryfirvöld hafa ekki gefið leyfi fyrir æðarvarpi í hólmanum.
Nefndin bendir á að upphaflega var hólminn útbúinn til að laða að álftir á tjörnina.