Umsókn um stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga

Málsnúmer 1805013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Lögð fram umsókn Bás ehf. dagsett 30. apríl 2018 þar sem fyrirtækið endurnýjar umsókn sína frá 2016, þar sem óskað var eftir stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga. Bæjarráð hafnaði stækkun lóðar á sínum tíma en samþykkti að veita Bás ehf. afnot af viðbótarsvæði við núverandi lóð til 1. júní 2017.
Vísað til nefndar
Nefndin vísar erindi Bás ehf. til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 14. maí sl., var tekið fyrir erindi Bás ehf., dags. 30. apríl 2018, um stækkun lóðar á Vesturtanga, Siglufirði. Nefndin vísaði málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir umsögn lögfræðings sveitarfélagsins vegna málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 258. fundur - 16.09.2020

Mættir eru til fundar Sveinn Zophoníasson, Halldór Logi Hilmarsson, Svanfríður Pétursdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson fyrir hönd Bás ehf.
Halldór Logi Hilmarsson las upp og lagði fram greinargerð fyrir hönd Bás ehf.
Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29.09.2020

Lögð fram bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 258. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.

Bæjarráð samþykkir að skipa vinnuhóp um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf. Vinnuhópinn skipa Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir og Helgi Jóhannsson.