Umsókn um leyfi til að mála ljósastaura og gangstétt við Túngötu Siglufirði

Málsnúmer 1804140

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Lagt fram erindi Fríðu Gylfadóttur dagsett 27. apríl 2018. Sótt er um að mála neðri hluta ljósastaura á Túngötu í gulum, rauðum, grænum og bláum litum eða klæða þá með Morgunblaðinu, frá gatnamótum Túngötu/Hvanneyrarbrautar til gatnamóta Túngötu/Þormóðsgötu eða til gatnamóta Túngötu/Aðalgötu.

Einnig er sótt um að mála hvít fótspor á gangstéttina frá Túngötu 26 og Túngötu 40 að kaffihúsinu við Túngötu 40a.
Erindi svarað
Málun á ljóstastaurum við Túngötu er hafnað þar sem þeir eru í eigu Vegagerðarinnar.
Nefndin heimilar málum fótspora fyrir framan Túngötu 40a.