Starf eldri borgara í Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1803054

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22.03.2018

Undir þessum lið fundargerðarinnar mættu Gerður Ellertsdóttir og Helga Hermannsdóttir, starfsmenn dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð. Kynntu þær dagskrá og starfsemi dagdvalar á Siglufirði og Ólafsfirði. Mikil gróska er í starfinu og þátttaka eldri borgara framar vonum. Á Siglufirði eru þátttakendur 83 og 65 þátttakendur á Ólafsfirði. Öldungaráðið lýsir yfir ánægju sinni með starfsemina og hvetur eldri borgara til þátttöku í því góða starfi sem fram fer á vegum dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð.
Ingvar Á. Guðmundsson, fór yfir starfsemi félags eldri borgara á Siglufirði, félagsfundir eru reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og ferðalög og aðrar skemmtanir yfir sumarmánuðina. Félag eldri borgar á Siglufirði heldur upp á 35 ára afmæli sitt á þessu ári.
Félag eldri borgar á Ólafsfirði heldur einnig upp öflugu félagsstarfi, heldur reglulega fundi og fer í skemmtiferðir.