Ljósleiðari í þéttbýli Fjallabyggð

Málsnúmer 1803051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Tengir ehf mun hefja lagningu á ljósleiðara í þéttbýli Ólafsfjarðar sumarið 2018. Stefnt er að öll hús vestan við Ægisgötu verði tengd við ljósleiðara 2018. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að kaupa stofnagjald í íbúðir í eigu Fjallabyggðar á umræddu svæði. Kostnaður vegna stofngjalda er 96.000 á einbýlishús, 48.000 fyrir raðhús og 24.000 í fjölbýli.
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Tekið fyrir erindi frá Tengi hf. Fyrirtækið er að undirbúa lagningu á fyrsta áfanga ljósleiðara á Ólafsfirði. Unnið verður í þeim áfanga sumarið 2018. Haft verður samband við alla húseigendur á svæðinu og kannaður áhugi á að taka ljósleiðarann inn í húseignirnar og til öflunar á framkvæmdaleyfum og forkönnun á inntaksleiðum í húsin.

Tengir hf. býður Fjallabyggð að ljósleiðari verði tekinn inn í húseignir í eigu sveitarfélagsins og nemur kostnaðurinn 360.000 kr.

Bæjarráð samþykkir erindið.