Norðurlands Jakinn 2018

Málsnúmer 1803034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 546. fundur - 13.03.2018

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íslenskum kraftmönnum vegna aflraunamóts Norðurlands, Jakans. Keppnin fer fram víðs vegar um Norðurland dagana 23.-25. ágúst 2018.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála að fá nánari upplýsingar um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Á fundi bæjarráðs þann 12. mars var tekin fyrir styrkbeiðni frá Íslenskum kraftmönnum vegna aflraunamóts Norðurlands, Jakans. Keppnin fer fram víðs vegar um Norðurland dagana 23.-25. ágúst 2018. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að afla frekari upplýsinga. Óskað er eftir styrk að upphæð 140.000 kr. auk gistirýmis og fæðis ef keppendur dvelja í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 140.000 kr. og vísar upphæðinni til viðauka ef að verkefninu verður. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir.