Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 5. mars 2018

Málsnúmer 1803002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 157. fundur - 15.03.2018

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 52 Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Fulltrúar foreldra leik- og grunnskóla voru boðaðir á fundinn en mættu ekki.

    Skólastjórar og skólameistari kynntu greinargerðir sem þeir höfðu sett saman um hvernig þeirra stofnun hefur starfað í vetur með hliðsjón af fræðslustefnu Fjallabyggðar. Horft var til markmiða og leiða að markmiðum fræðslustefnunnar. Einnig tóku greinargerðirnar til þess hvernig samstarf menntastofnanna hefur verið innbyrðis. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjórum og skólameistara fyrir góðar greinargerðir.

    Fræðslu- og frístundanefnd fagnar hversu vel hefur tekist til í samstarfi skólanna og uppbyggingu skólastarfs samkvæmt fræðslustefnunni. Gott er að sjá hversu metnaðarfullt starf er unnið á öllum skólastigum. Einnig er fagnaðarefni að niðurstöður nemendakönnunar í 6.-10. bekk frá því í haust sýna betri niðurstöður en síðustu ár. Þar kemur m.a. fram að nemendum líður betur í skólanum en jafnöldrum á landsvísu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.