Raforkuflutningur í dreifbýli - greining á þörf fyrir þrífasa rafmagni

Málsnúmer 1802033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps sem á að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Er óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum í landinu um hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.