Viðauki við samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Málsnúmer 1802032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Tekin fyrir drög að viðauka við samning Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Í viðaukanum er kveðið á um styrk sveitarfélagsins til KF í formi afnota knattspyrnufélagsins á húsnæði Tjarnarborgar vegna spilavistar. Afnotin eru til komin vegna afnota félagsmiðstöðvarinnar NEON af sal vallarhúss þar sem spilavist hafði áður verið til húsa. Ágóði af spilavistinni rennur til barna- og unglingastarfs KF. Samningstími er eitt ár, frá 1. janúar - 31. desember 2018.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.