Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018

Málsnúmer 1802018F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 157. fundur - 15.03.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar.

    Á 40. fundi markaðs- og menningarnefndar lagði forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar til að ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yrðu færðar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður Bókasafns afhendi myndirnar til varðveislu til Ljósmyndasafns Siglufjarðar.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Þann 14. febrúar sl. boðuðu þingmenn Norðausturkjördæmis sveitarstjórnarfulltrúa við Eyjafjörð til fundar á Hótel KEA.
    Á fundinn mættu fyrir hönd Fjallabyggðar bæjarstjóri og bæjarráðsfulltrúar og var þingmönnum afhent bréf um mál sem varða hagsmuni Fjallabyggðar. Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar staðgreiðsluppgjör fyrir Fjallabyggð árið 2017. Uppgjörið má nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga á slóðinni: http://www.samband.is/frettir/fjarmal/stadgreidsluuppgjor-sveitarfelaga-2017

    Um er að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017, en endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í maílok þegar álagningarskránni verður lokað.

    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
    Félagið skoðar möguleika á því að sveitarstjórnarfulltrúar við Eyjafjörð fari í skoðunarferð til AkvaFuture í Noregi í apríl og kynni sér þann laxeldisbúnað sem þar er notaður, ef næg þátttaka fæst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagður fram tölvupóstur frá Margréti Sveinbergsdóttur og Baldvini Júlíussyni, þar sem þau tilkynna að þau muni ekki sækjast eftir því að endurnýja samning um rekstur tjaldsvæða á Siglufirði.
    Bæjarráð þakkar þeim fyrir gott samstarf.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsmála að auglýsa eftir áhugasömum aðilum varðandi rekstur á tjaldsvæðum á Siglufirði sumarið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Lögmannsstofunni Juris f.h. Síldarleitarinnar að Tjarnargötu 16.
    Bæjarráð felur lögmanni sveitarfélagsins að svara bréfinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagður fram úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kveðinn var upp þann 31. janúar sl., vegna kæru Síldarleitarinnar ehf. á ákvörðun Fjallabyggðar um að afturkalla lóðarréttindi félagsins að Tjarnargötu 16, Siglufirði.
    Ákvörðun Fjallabyggðar um að afturkalla lóðina hefur verið felld úr gildi.
    Bæjarráð óskar eftir umsögn lögmanns sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna ráðstefnu sem haldin verður dagana 15. og 16. mars n.k.
    Á ráðstefnunni verður fjallað um háa tíðni krabbameins meðal slökkviliðsmanna. Óskað er eftir 24.000 kr. styrk frá Fjallabyggð og verður þá gert ráð fyrir tveimur fulltrúum frá Slökkviliði Fjallabyggðar á ráðstefnunni.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 24.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar til Vegagerðarinnar er varðar fjarskipti og öryggi í göngum í umdæmi Almannavarna Eyjafjarðar. Telur nefndin mikilvægt að komið verði upp útvarpssendum í Héðinsfjarðargöngum og Múlagöngum, og að komið verði upp búnaði til að stýra umferð flutningabíla í Strákagöngum.

    Bæjarráð fagnar bréfinu og tekur undir það sem þar kemur fram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, þar sem upplýst er um að samkomulag hafi náðst við Björgunarsveitina Súlur á Akureyri um að komið verði upp aðstöðu fyrir aðgerðarstjórn fyrir Almannavarnanefnd Eyjafjarðar í húsnæði sveitarinnar, þar til að varanleg lausn finnst. Lögregluembættið og nefndin myndu sjá um að greiða kostnað við kaup á búnaði sem til þarf.

    Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.


    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Vinnumálastofnun þar sem leitað er eftir samstarfi við stofnanir ríkisins og sveitarfélög um ráðningu á háskólamenntuðum atvinnuleitendum til sumarstarfa.

    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um útgáfu handbókar fyrir sveitarfélög um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Handbókina má finna á eftirfarandi slóð: http://www.samband.is/media/lydraedi---mannrettindi/Lydraedisrit_loka.pdf

    Áætlað er að halda kynningarfund um bókina þann 22. mars kl. 14-16 í Borgartúni 30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingu (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 543. fundur - 20. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 543. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.