Innleiðing grunnskóla í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli

Málsnúmer 1802017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu grunnskóla á kröfum Persónuverndar vegna vinnslu persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor. Innleiðingin verður unnin í samstarfi grunnskóla landsins og þarf hver og einn grunnskóli að greiða um 100 þúsund krónur auk virðisaukaskatts.

Bæjarráð samþykkir að Grunnskóli Fjallabyggðar taki þátt í samstarfinu og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.