Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.febrúar

Málsnúmer 1802014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.02.2018

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir drög að viðauka við samning Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Í viðaukanum er kveðið á um styrk sveitarfélagsins til KF í formi afnota knattspyrnufélagsins á húsnæði Tjarnarborgar vegna spilavistar. Afnotin eru til komin vegna afnota félagsmiðstöðvarinnar NEON af sal vallarhúss þar sem spilavist hafði áður verið til húsa. Ágóði af spilavistinni rennur til barna- og unglingastarfs KF. Samningstími er eitt ár, frá 1. janúar - 31. desember 2018.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir drög að rekstrarsamningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Samningurinn er gerður til tveggja ára og rennur út 31.12.2019.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu grunnskóla á kröfum Persónuverndar vegna vinnslu persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor. Innleiðingin verður unnin í samstarfi grunnskóla landsins og þarf hver og einn grunnskóli að greiða um 100 þúsund krónur auk virðisaukaskatts.

  Bæjarráð samþykkir að Grunnskóli Fjallabyggðar taki þátt í samstarfinu og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017.

  Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs og fari nánar yfir starf slökkviliðsins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

  Á 40. fundi markaðs- og menningarnefndar lagði forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar að ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yrðu færðar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

  Bæjarráð óskar eftir að fá forstöðumann bókasafnsins og fulltrúa Síldarminjasafnsins
  á næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

  Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem unnin var af deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar. Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

  Bæjarráð þakkar fyrir vel unna vinnu.

  Málið verður aftur tekið fyrir á fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar vegna kaupa á ýmsum búnaði. Óskað er eftir styrk að upphæð 200.000 kr.

  Ekki náðist að senda inn umsókn fyrir gerð fjárhagsáætlunar árið 2018 vegna óvissu um húsnæðismál félagsins. Úr því hefur verið bætt í samstarfi við Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 200.000 kr og vísar upphæðinni til viðauka.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna breytinga á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt á vef Þjóðskrár að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna Eyþings þar sem tilkynnt er um fundi sveitarstjórnarmanna með þingmönnum Norðausturkjördæmis í kjördæmaviku. Fundur þingmanna með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn miðvikudaginn 14. febrúar kl. 13 á Hótel KEA á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Hirti Hjartarsyni félagsmálastjóra Fjallabyggðar þar sem hann óskar eftir fjárheimild til að mæta kostnaði við að halda vorfund Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi 3.-4. maí næstkomandi. Samtökin héldu síðast fund sinn í Fjallabyggð árið 2001. Áætlaður kostnaður er 250.000 kr.

  Bæjarráð samþykkir að veita félagsmálastjóra fjárheimild að upphæð 250.000 kr. og vísar kostnaðinum til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps sem á að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Er óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum í landinu um hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 302. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 26. janúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 40. fundar markaðs- og menningarnefndar, 7. fundar skólanefndar Tónskólans á Tröllaskaga og 1. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.