Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018

Málsnúmer 1802010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.02.2018

  • .1 1801088 Ársuppgjör TÁT 2017
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Bókfærð fjárhagsstaða TÁT 31.desember 2017 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1801089 Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Bifreiðamál TÁT er til skoðunar. Núverandi bifreið er kostnaðarsöm í rekstri, óhagkvæm og viðhaldsfrek. Verið er að skoða rekstrarleigu á tveimur bílum. Áætlað að leiga og rekstur slíkra bíla sé mun hagstæðari en núverandi rekstur bifreiðar og kostnaður við akstur á starfsmannabílum. Hlyni Sigursveinssyni sviðsstjóra og Magnúsi Ólafssyni skólastjóra falið að vinna málið áfram og skila tillögu til nefndarinnar sem vísar tillögunni áfram til Byggðarráðs Dalvíkur og Bæjarráðs Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1801097 Frístund í Fjallabyggð. Samstarf við GF og íþróttafélög.
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Skólastjóri sagði frá samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögin í Fjallabyggð um samþættingu skóla- og frístundastarfs, svo kallaða Frístund. TÁT býður upp á fría hóptíma 4x í viku í Frístund og nemendur TÁT geta sótt kennslu á þeim tíma sem Frístund er. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1801090 Starfsmannamál TÁT
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Skólastjóri fór yfir stöður og starfsmannamál TÁT. Við skólann starfa 15 kennarar í 11,3 stöðugildum. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .5 1801098 Samræmdar verklagsreglur TÁT
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Samræmdar verklagsreglur sem samþykktar voru á kennarafundi TÁT mánudaginn 5.febrúar 2018 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .6 1801091 Starfsemi TÁT á vorönn 2018
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 205 nemendur hófu nám við TÁT á haustönn en 195 eru skráðir nemendur við skólann á vorönn 2018, þar af eru 30 nemendur skráðir í nám á fleiri en eitt hljóðfæri. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .7 1801095 Nótan 2018, uppskeruhátið í Hofi.
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Kennarar TÁT velja atriði sem send eru í Nótuna. Í dag 6. febrúar fer fram undankeppni TÁT þar sem valin verða tónlistaratriði sem fara á svæðistónleika í Hofi n.k. föstudag. Lokahátíð Nótunnar verður haldin í Hörpu 4. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.