Vefsvæði-Aukasíður Fjallabyggðar

Málsnúmer 1801060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20.02.2019

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 15.01.2019 varðandi uppfærslu á vefumsjónarkerfum og/eða lokun undirsíða.

Bæjarráð samþykkir að bjóða íþróttafélögum sem enn eru með aukasíður hjá Fjallabyggð að taka við rekstri vefsíða sinna áður en þeim verður lokað af öryggisástæðum og að fela markaðs- og menningarfulltrúa að fá verðtilboð í uppfærslu á vefsíðu Bókasafns Fjallabyggðar. Einnig óskar bæjarráð eftir tillögu og kostnaðaráætlun markaðs- og menningarfulltrúa varðandi veflausnir fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listaverkasafn Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30.04.2019

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.02.2019 að óska eftir tillögu og kostnaðaráætlun frá markaðs- og menningarfulltrúa varðandi veflausnir fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listaverkasafn Fjallabyggðar.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 09.04.2019 þar sem mælt er með að ráðist verði í uppfærslur á heimasíðu Bókasafns Fjallabyggðar yfir í nýtt útlit og að vefumsjónarkerfi verði uppfært. Áætlaður kostnaður samkvæmt tilboði Stefnu ehf. vegna uppsetningar á vefsvæði með tilbúnu útliti og efnisflutningi er kr. 184.000.
Einnig lagt fram minnisblað frá Hrönn Hafþórsdóttur forstöðukonu bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar varðandi vefsíður fyrir bókasafn og héraðsskjalasafn.

Einnig lögð fram kostnaðaráætlun fyrir vefsvæði Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Listaverkasafns Fjallabyggðar ásamt drögum að samningi við Stefnu ehf.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Stefnu ehf í uppfærslu á vefsvæði Bókasafns Fjallabyggðar og felur markaðs og menningarfulltrúa að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa í viðauka nr. 10/2019 kr. 184.000 við deild 05210, lykill 4342 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir einnig að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 01.04.2020

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum nýtt vefsvæði Listasafns Fjallabyggðar en mikil vinna er fólgin í því að taka myndir af listaverkum, skrá þau og setja upp vefinn. Stefnt er að því að setja vefinn í birtingu í sumarbyrjun.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11.11.2020

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi kynnti nýjan vef Listasafns Fjallabyggðar en vefurinn er í lokavinnslu og verður birtur fljótlega.