Göngustígur meðfram Langeyrartjörn til útreiðartúra

Málsnúmer 1801028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11.01.2018

Lagt fram erindi Herdísar Erlendsdóttur dags. 8. janúar 2018. Í erindi sínu óskar Herdís eftir leyfi/undanþágu til að nota göngustíginn við Langeyrartjörn til útreiðartúra fjórum sinnum í viku milli kl. 18-21 í janúar og febrúar fyrir unga iðkendur á aldrinum 9-17 ára sem leggja stund á reiðmennsku.

Nefndin veitir Herdísi umbeðna undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrarvegi (Langeyrartjörn) fyrir iðkendur sína. Nefndin setur það skilyrði að allur hestaskítur verður fjarlægður eftir hvern reiðtúr og tryggt að gangandi vegfarendur njóti forgangs en að öðrum kosti verður undanþágan afturkölluð.