Erindi frá hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 1801025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11.01.2018

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Glæsis dags. 5. janúar 2018.

1. Óskað er eftir undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrartjörn að austanverðu til útreiða.
2. Einnig er óskað eftir því að hægt verði að nýta svæði sunnan byggðarinnar við Eyrarflöt til útreiða og Fjallabyggð moki snjó af einum hring á umræddu svæði svo hægt sé að nota það til útreiða.

Nefndin hafnar erindi hestamannafélagsins með vísan til þess að vegurinn frá hesthúsunum að Skarðsvegi hefur verið mokaður, sem opnar möguleika á að fara í reiðtúr um svæðið.