Greið leið fyrir fatlað fólk gegnum snjóinn

Málsnúmer 1711087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Lögð fram til kynningar ábending frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á því að þeim sé skylt að tryggja aðgengi að opinberum byggingum og þjónustu. Sveitarfélögum sé skylt að moka snjó og sanda frá bílastæði inn að dyrum, svo hreyfihamlað fólk komist sinnar leiðar, þar með talin bílastæðin, gangstíga og rampa.