Verkefnið Sundlaugar okkar ALLRA !

Málsnúmer 1711073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvanna vegna aðengisverkefnis á vegum félagsins þar sem gerðar voru notendaúttektir á sundlaugum á svæðum aðildafélaganna, m.t.t. aðgengis hreyfihamlaðra. Gerð var úttekt á sundlauginni í Ólafsfirði. Gerðar eru nokkrar athugasemdir við aðstöðuna í sundlauginni en jafnframt tekið fram að margt jákvætt sé að finna varðandi aðgengi í sundlauginni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvanna vegna aðgengisverkefnis á vegum félagsins þar sem gerðar voru notendaúttektir á sundlaugum á svæðum aðildarfélaganna, m.t.t. aðgengis hreyfihamlaðra. Gerð var úttekt á sundlauginni á Siglufirði. Gerðar eru athugasemdir við aðgengi hreyfihamlaðra að sundlauginni enda aðgengi að henni verulega ábótavant.