Stuðningur við Snorraverkefnið 2018

Málsnúmer 1711072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Tekin fyrir styrkumsókn frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2018. Árið 2018 mun tuttugasti hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18-28 ára koma til Íslands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni.