Ábending vegna strætóskýlis á Siglufirði

Málsnúmer 1710109

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Lagt fram erindi Þórarins Hannessonar, dagsett 30. október 2017. Vakin er athygli á því að eftir breytingar á skólamálum rúmar núverandi strætóskýli, sem staðsett er í suðurbæ Siglufjarðar, ekki þann fjölda nemenda sem fer með skólabílnum á morgnanna sem getur verið óheppilegt þegar illa viðrar.
Vísað til nefndar
Nefndin telur nauðsynlegt að sett verði stærra biðskýli við Snorragötu og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Ábending barst til skipulags- og umhverfisnefndar frá Þórarni Hannessyni um að strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði rúmi ekki þann fjölda sem nemenda sem bíður eftir skólabílnum.
Nefndin vísaði erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Ábending barst til skipulags- og umhverfisnefndar frá Þórarni Hannessyni um að strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði rúmi ekki þann fjölda sem nemenda sem bíður eftir skólabílnum. Nefndin vísaði erindinu til bæjarráðs og óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að kostnaður við að kaupa og reisa stærra skýli sé 2.480.000 kr. án vsk. samkvæmt tilboði.

Bæjarráð samþykkir kaup á nýju strætóskýli og verður kostnaðurinn færður af liðnum ýmis smáverk.