Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017

Málsnúmer 1710009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 152. fundur - 29.11.2017

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Fulltrúar félaga eldri borgara leggja fram tillögu að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráðið. Tillögunum vísað til bæjarráðs. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum í rekstri dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð og eflingu á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Félagsþjónustan hefur ráðið starfsmann í hlutastarf sérstaklega til að efla þjónustuna í Ólafsfirði. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Fram komu ýmsar ábendingar sem formaður og deildarstjóri munu koma á framfæri við vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.