Hinsegin málefni í Fjallabyggð.

Málsnúmer 1709056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 03.10.2017

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.

Tekið fyrir bréf frá Birgittu Þorsteinsdóttur, Hólmfríði Ósk Norðfjörð og Sunnu Björgu Valsdóttur þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð leggi meiri áherslu á hinsegin málefni í sveitarfélaginu. Lýsa þær sig reiðubúnar til þess að koma að þeirri vinnu og ræða við bæjaryfirvöld.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við bréfritara um þeirra hugmyndir.