Endurnýjun strenglagnar Rarik í gegnum Hólkot, Ólafsfirði.

Málsnúmer 1709042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Tekið fyrir erindi frá RARIK þar sem kemur fram að í haust áætli RARIK að hefja vinnu við að leggja jarðstreng frá Hornbrekku að Hólkoti í Ólafsfirði. Verkið verður unnið í samstarfi með hitaveitu Norðurorku. Áætlað er að ljúka við strenglögnina í september og október, ef veður leyfir, en spennistöðvar verða settar upp síðar. Óskað er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Rarik.