Erindi,tillögur og / eða ábendingar er varðar fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1709032

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21.11.2017

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Fram komu ýmsar ábendingar sem formaður og deildarstjóri munu koma á framfæri við vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Farið yfir ábendingar fulltrúa öldungaráðs til bæjarráðs. Á síðasta fundi öldungaráðs var rætt um að tekið yrði tillit til eldri borgara við verkefnið Heilsueflandi samfélag. Einnig bendir öldungaráð bæjarráði á að fjölga mætti setbekkjum á vinsælum gönguleiðum í sveitarfélaginu og að bæta mætti hálkuvarnir.

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og tekur jákvætt í þær.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11.01.2018

Teknar fyrir ábendingar íbúa sem bæjarráð vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar.

1. Tekin fyrir ábending Kristjáns Haukssonar. Kristján bendir á að svæðið milli MTR, gamla tónskólans og íþróttamiðstöðvarinnar líti illa út og sé nauðsynlegt að laga. Einnig bendir Kristján að snyrta mætti trjágróður við tjarnarsvæðið í Ólafsfirði og fegra opna svæðið milli Aðalgötu og Brimnes Hótels.

2. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð.

Nefndin tekur jákvætt í ábendingarnar og felur tæknideild að sinna umhirðuverkefnum sem bent er á.