Starfsemi Hornbrekku

Málsnúmer 1709015

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 1. fundur - 06.09.2017

Lögð fram samantekt frá Elísu Rán Ingvarsdóttur, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku um nauðsynlegar úrbætur á aðstöðu og búnaði stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri hefur forgangsraðað þeim búnaði og tækjum sem þarfnast helst endurnýjunar við. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til endurnýjunar á þeim tækjum sem orðin voru ónothæf. Í máli Elísu kom einnig fram að fara þarf yfir vinnufyrirkomulag og verkferla innan stofnunarinnar. Í þessu sambandi fór Elísa yfir helstu áhersluatriði í tillögum vinnuhóps starfsmanna Hornbrekku um úrbætur í starfi og aðstöðu stofnunarinnar. Samþykkt er að boða vinnuhópinn á næsta fund stjórnar.
Stjórn Hornbrekku samþykkir að fara í vettvangsferð á Hornbrekku.
Rósa vék af fundi kl. 17:50. Steinunn María vék af fundi kl. 17:55.